Ekkert fannst í þrotabúi Secret solstice-félags

Frá Secret Solstice-tónleikum í Laugardal.
Frá Secret Solstice-tónleikum í Laugardal. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipt­um er lokið á þrota­búi Solstice producti­on ehf., fé­lag­inu sem sá um tón­list­ar­hátíðina Secret solstice sem hald­in var í nokk­ur ár í Laug­ar­daln­um, auk tón­leika Guns N' Roses á Laug­ar­dals­velli. Eng­ar eign­ir fund­ust í bú­inu.

Fé­lagið var úr­sk­urðað gjaldþrota í maí í fyrra, en í apríl sama ár hafði umboðsfyr­ir­tæki banda­rísku hljóm­sveit­ar­inn­ar Slayer haft sig­ur í dóms­máli gegn Solstice producti­on og for­svars­manni fé­lags­ins í héraðsdómi. Var þeim gert að greiða umboðsfyr­ir­tæk­inu 20 millj­ón­ir í úti­stand­andi þókn­un fyr­ir að spila á hátíðinni árið 2018.

Árið 2019 var hins veg­ar nýtt fé­lag, Show ehf., búið að taka við rekstri hátíðar­inn­ar, en í fyrra fór hátíðin ekki fram vegna far­ald­urs­ins.

Í aug­lýs­ingu í Lög­birt­inga­blaðinu er boðað til skipta­fund­ar vegna gjaldþrots­ins og tekið fram að eng­ar eign­ir hafi fund­ist. Þá seg­ir skipta­stjóri að vænta megi þess að skipt­um bús­ins verði lokið á fund­in­um.

Frá tónleikum Slayer á Secret Solstice 2018.
Frá tón­leik­um Slayer á Secret Solstice 2018. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka