Eldgosið skapar mögulega jarðhitasvæði

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS orku, boðar mikla uppbyggingu.
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS orku, boðar mikla uppbyggingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forstjóri HS Orku boðar mikla uppbyggingu í Auðlindagarðinum næstu ár. Eldgosið í Geldingadölum geti skapað virkjanasvæði.

Tómas Már Sigurðsson tók við forstjórastöðu hjá HS Orku eftir að hafa stýrt Alcoa um heim allan. Ekki löngu eftir að hann tók við starfinu hófst eldgos í Geldingadölum skammt frá Svartsengi. Tómas Már segir eldgosið kunna að skapa tækifæri síðar meir.

„Svartsengisvirkjun er á 800 ára gömlu hrauni, þannig að við verðum að fylgjast vel með framvindunni. Eldgosið hefur komið upp á allra besta stað fyrir okkur og það þýðir að þarna verður vonandi jarðhitasvæði í framtíðinni, en á Reykjanesi eru gamlar eldstöðvar sem er verið að vinna úr,“ segir Tómas Már.

Orkukreppur skapa lausnir

Spurður um hækkandi raforkuverð á erlendum mörkuðum segir Tómas Már að slíkar orkukreppur hafi komið með reglulegu millibili og jafnan leitt til nýsköpunar. Þá hafi hærra orkuverð þýtt að sum verkefni urðu hagkvæm. Þá væntir hann þess að grunnverð raforku muni hækka og að grænir orkukostir verði hagkvæmari.

„Svo má ekki gleyma því að stóru olíufélögin í heiminum hafa ekki fjárfest í rannsóknum á nýjum svæðum en nú eru allir að hugsa um grænu byltinguna. Það er mjög líklegt að menn muni nýta sér þetta háa orkuverð. Ég tel að olíufyrirtækin muni flest hella sér í framleiðslu á grænni orku og væntanlega með þeim afleiðingum að fjárfestingarkostnaður slíkra verkefna lækki til lengri tíma.“

Nánari umfjöllun er að finna í Viðskiptamogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK