Drónar í lykilhlutverki umhverfisverðlauna

Tilraunastarfsemi Aha.is með drónum skilaði þeim verðlaun fyrir framtak ársins …
Tilraunastarfsemi Aha.is með drónum skilaði þeim verðlaun fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. mbl.is/Kristinn Magnússon

Drónar voru í lykilhlutverki þegar Aha.is – netverslun með heimsendingarþjónustu, hreppti verðlaun fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í gær. Þá hlaut Bláa Lónið verðlaunin Umhverfisfyrirtæki ársins.

Þetta kemur fram í tilkynningu Samtaka atvinnulífsins.

Segir í tilkynningunni að Aha.is hafi unnið að athyglisverðum heimsendingar tilraunum með drónum og sé það grundvöllur tilnefningar fyrirtækisins. „Hér er til mikils að vinna og hægt að draga enn meira úr umhverfisáhrifum starfseminnar og ekki síst verið að leita óhefðbundið að nýjum lausnum í umhverfismálum og hugsað út fyrir kassann.“

Auk þess hafa rafknúnir bílar verið notaðir síðustu sex árin við heimsendingarþjónustu fyrirtækisins og er nú allur bílaflotinn 100% knúinn af rafmagni.

F.v. Helgi Már Þórðarson, einn stofnenda og eigenda Aha.is, Maron …
F.v. Helgi Már Þórðarson, einn stofnenda og eigenda Aha.is, Maron Kristófersson, einn stofnenda og eigenda Aha.is, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA og Gerður Guðnadóttir, markaðsstjóri Aha.is Ljósmynd/Samtök atvinnulífsins

Kolefnisjafnaður rekstur frá 2019

Umhverfisfyrirtæki ársins, Bláa Lónið, er sagt hafa að leiðarljósi að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar, bæði í upplifum gesta sem og í framleiðslu á vörum. Hefur Fyrirtækið kolefnisjafnað allan rekstur frá árinu 2019 með ræktun þörunga og plöntun trjáa, að því er kemur fram í tilkynningunni. Þá er kolefnisbókhald fyrirtækisins vaktað og plastspor þess kortlagt til að keyra áfram stöðugar umbætur og draga úr umhverfisáhrifum.

„Bláa lónið hefur ávallt unnið að því að draga úr sóun og lágmarka umhverfisspor sitt. Fyrirtækið hefur markað sér skýra stefnu í umhverfismálum með megináherslu á að auka sjálfbæra nýtingu auðlindanna, draga úr plastnotkun og koltvísýringslosun,“ segir í tilkynningunni.

F.v. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Ása Brynjólfsdóttir rannsókna- og …
F.v. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Ása Brynjólfsdóttir rannsókna- og þróunarstjóri Bláa lónsins og Fannar Jónsson, gæðastjóri Bláa lónsins. Ljósmynd/Samtök atvinnulífsins

Valnefnd Umhverfisverðlauna atvinnulífsins var skipuð af þeim Bryndísi Skúladóttur, Sigurði M. Harðarsyni og Grétu Maríu Grétarsdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK