Töpuðu 50 milljörðum 2018-2020

Rio Tinto á Íslandi tapaði tæpum 12 milljörðum króna í …
Rio Tinto á Íslandi tapaði tæpum 12 milljörðum króna í fyrra. Félagið reiknar hins vegar með hagnaði í ár. mbl.is/Árni Sæberg

Álverin þrjú töpuðu samanlagt rúmlega 50 milljörðum króna á árunum 2018 til 2020, eða að jafnaði 46 milljónum króna samanlagt á dag. Þar af töpuðu þau 28,2 milljörðum 2019. Þetta má lesa úr upplýsingum frá álverunum, sem gera upp í bandaríkjadal, og er miðað við meðalgengi dalsins á hverju ári.

Álverð er nú um 2.900 dalir tonnið í kauphöllinni með málma í London (LME) en var að meðaltali 1.727 dalir í fyrra (sjá graf).

Graf/mbl.is

Hafa fulltrúar álveranna þriggja sagt við Morgunblaðið að þeir reikni með hagnaði í ár.

Eins og hér er sýnt á grafi var Rio Tinto í Straumsvík rekið með 4,4 milljarða króna tapi árið 2018, 12,1 milljarðs króna tapi árið 2019 og 11,8 milljarða króna tapi árið 2018.

Alls tapaði fyrirtækið 28,4 milljörðum þessi þrjú ár en um síðustu áramót var rætt um að álverinu yrði jafnvel lokað. Það gerði síðan nýjan samning við Landsvirkjun og reikna fulltrúar þess með hagnaði í ár.

Greindi fjögur álfyrirtæki

Jón Sigurður Þórarinsson, sérfræðingur hjá Creditinfo, hefur greint afkomu fyrirtækja í áliðnaði. Nánar tiltekið fór hann yfir reikninga Alcoa-Fjarðaáls, Norðuráls á Grundartanga, Rio Tinto á Íslandi og TDK Foil Iceland. Síðastnefnda fyrirtækið hét áður Becromal Iceland ehf. en það hefur leyfi til að framleiða aflþynnur fyrir rafmagnsþétta í Krossanesi, Akureyri.

Þetta eru fjögur af þeim sex fyrirtækjum sem skráð eru í álframleiðslu á Íslandi. Tveimur þeirra var sleppt í greiningu Creditinfo enda umsvifin hverfandi miðað við hin.

Meðal niðurstaðna var að meðalrekstrartekjur stóru álfyrirtækjanna fjögurra voru svipaðar í fyrra og þær voru árið 2010, eða um 50 milljarðar króna. Þá hafi meðalafkoman verið neikvæð síðustu þrjú ár og þrjú af síðustu fimm árum. Árið 2017 skar sig úr en þá var meðalafkoman jákvæð.

Hvað snertir EBITDA þessara fjögurra álfyrirtækja þá var hún jákvæð síðustu fimm ár, að árinu 2019 undanskildu (sjá graf).

Graf/mbl.is

Jón Sigurður segir að þrátt fyrir versnandi rekstur undanfarin ár hafi vegið meðaleiginfjárhlutfall þessara fjögurra fyrirtækja haldist nokkuð hátt en það hafi verið 67% árið 2020. Álverð hefur sem áður segir hækkað mikið í ár en það er um tvöfalt hærra en þegar það var lægst í fyrra. En rætt er um skort á áli í fyrirsjánlegri framtíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK