Tryggðu sér pappír fyrir jólin

mbl.is/Kristinn Magnússon

Með töluverðri fyrirhyggju náði bókaútgáfan Forlagið að tryggja sé pappír, prentun og flutning á bókum í sumar, svo pappírsskortur í heiminum og tregða í flutningum mun ekki hafa áhrif á útgáfu jólabókanna þeirra í ár.

„Við urðum þess áskynja um mitt sumar að það gæti stefnt í pappírsskort, auk þess sem það virtist hylla í flutningsvandræði frá Kína, þar sem við prentum nokkrar bækur. Við gerðum því strax ráðstafanir til þess að bregðast við þessu, ef til kæmi, svo ekki þyrfti að gera breytingar á útgáfu Forlagsins. Það hefur haft það í för með sér að allt er á áætlun og lítur mjög vel út,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

Öll fyrirhuguð útgáfa mun skila sér, að hans sögn, en í einu eða tveimur tilvikum verða bækur fluttar heim með flugi frá Kína, til að tryggja að þær verði örugglega komnar til landsins á útgáfudegi. „Þannig hér gengur allt mjög vel. En það er fyrst og fremst því að þakka að við byrjuðum að tryggja okkur pappír og prent í sumar. Forsjárhyggja Forlagsins sá til þess að hér verður glæsilegra jólabókaflóð en nokkru sinni,“ segir hann kíminn.

Skortur og umtalsverðar hækkanir

Bjarni Harðarson, eigandi bókaútgáfunnar Sæmundar, greindi frá því viðtali í Fréttablaðinu í dag að hann þyrfti að fresta útgáfu tíu bóka fyrir jólin vegna pappírsskorts. En að einhverju leyti er um að ræða afleidd áhrif kórónuveirufaraldursins.

Egill segir það hafa gerst í vor að Kínverjar fóru að hamstra pappír og jafnframt draga úr sölu á pappír til Evrópu í því magni sem þeir höfðu gert. „Þá verður panikástand á Evrópumarkaði sem leiðir af sér umtalsverðar verðhækkanir og skort, sem svo aftur fer að hafa veruleg áhrif á prentun hjá þeim sem ekki höfðu tryggt sér pappír og prentstað í haust,“ útskýrir Egill. Hann efast því ekki um að einhverjir útgefendur séu að reka sig á þetta núna, líkt og Bjarni Harðarson staðfestir við Fréttablaðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK