Stefnir í meiri hagnað Íslandsbanka en spáð var

Hagnaður og arðsemi eiginfjár Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var töluvert …
Hagnaður og arðsemi eiginfjár Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var töluvert umfram fjárhagsleg markmið bankans og spár greiningaraðila. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Drög að upp­gjöri Íslands­banka fyr­ir þriðja árs­fjórðung liggja nú fyr­ir. Drög­in benda til þess að hagnaður og arðsemi eig­in fjár bank­ans sé tölu­vert um­fram fjár­hags­leg mark­mið hans og spár grein­ing­araðila.

Sam­kvæmt drög­un­um stefn­ir í að hagnaður bank­ans á þriðja árs­fjórðungi verði 7,6 millj­arðar króna og að arðsemi eig­in fjár bank­ans á árs­grund­velli verði 15,7%, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar.  Grein­ing­araðilar höfðu spáð 4,6 milljaðar hagnaði.

Til sam­an­b­urðar nam hagnaður bank­ans 3,4 millj­örðum á þriðja árs­fjórðungi 2020 og var arðsemi eig­in­fjár 7,4%.

Rekstr­ar­tekj­ur fjórðungs­ins nema um 13,3 millj­örðum sem er 20,6% aukn­ing frá þriðja árs­fjórðungi 2020. Þar af nema hrein­ar vaxta­tekj­ur um 8,8 millj­örðum, hrein­ar þókn­ana­tekj­ur um 3,4 millj­örðum og hrein­ar fjár­muna­tekj­ur um 0,9 millj­örðum.

Hrein­ar fjár­muna­tekj­ur juk­ust aðallega vegna já­kvæðrar virðis­breyt­ing­ar á fjár­fest­ingu í óskráðum hlut­deild­ar­fé­lög­um.

Rekstr­ar­kostnaður fjórðungs­ins nem­ur um 5,7 millj­örðum sam­an­borið við 5,6 millj­arða á þriðja árs­fjórðungi 2020.

Bjart­ari horf­ur í ferðaþjón­ustu skýri frá­vik

Frá­vik­in milli ára og frá mark­miðum bank­ans skýr­ast að stærst­um hluta af því að virðisrýrn­un er já­kvæð og er um 1,8 millj­arðar færðir til tekna vegna þess í fjórðungn­um, að mestu leyti vegna bjart­ari horfa í ferðaþjón­ustu og vegna minni óvissu í mati á vanefnd­ar­lík­um ein­stak­linga í kjöl­far upp­færðs áhættumats­lík­ans.

Til sam­an­b­urðar færði bank­inn um 1,1 millj­arð til gjalda í virðisrýrn­un á þriðja árs­fjórðungi 2020 sem tengd­ist að mestu leyti þeirri óvissu sem uppi var vegna far­ald­urs­ins á þeim tíma.

Rétt er þó að minna á að upp­gjörið og kynn­ing­ar­efni fyr­ir þriðja árs­fjórðung er enn í vinnslu og því geta áður­nefnd­ar töl­ur tekið breyt­ing­um fram að birt­ing­ar­degi, þann 28. októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK