Einblíni ekki á launaliðinn

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri tel­ur ís­lenskt sam­fé­lag standa frammi fyr­ir sögu­legu tæki­færi við að tryggja var­an­lega lágt vaxta­stig í land­inu.

„Ég held að þetta sé ákveðin prófraun sem við stönd­um nú frammi fyr­ir. Ef við náum að halda aft­ur af verðbólg­unni og kom­umst í gegn­um þetta án þess að okk­ur sé þröngvað í harðar aðgerðir, þá gæt­um við séð nafn­vaxta­kerfið á hús­næðislán­um festa sig í sessi. Og ef við stönd­um í lapp­irn­ar með þetta þá gæt­um við séð verðtrygg­ing­una heyra sög­unni til.“

Hann seg­ir þó að þetta muni ekki raun­ger­ast nema með virkri þátt­töku þriggja aðila; rík­is­stjórn­ar­inn­ar, aðila vinnu­markaðar­ins ásamt Seðlabank­an­um.

Hann var­ar við því að ráðist verði í ósjálf­bær­ar launa­hækk­an­ir í kjara­samn­ing­um á kom­andi árum. Hækki laun hér á landi um­fram það sem ger­ist í ná­granna­lönd­un­um brjót­ist það út í verðbólgu fyrr eða síðar.

Hann seg­ir mik­il­vægt að hags­munaaðilar hætti að horfa á tekju­færsl­ur og ein­blíni frek­ar á fjár­fest­ing­ar sem komi öllu sam­fé­lag­inu vel.

„[...] Þetta býður einnig upp á ákveðna mögu­leika á vinnu­markaðnum um að í stað þess að hækka laun­in verði ráðist í stór­fellda upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis. Rétt eins og gert var þegar Breiðholtið byggðist upp.“

Með slíkri upp­bygg­ingu megi mæta vax­andi eft­ir­spurn eft­ir íbúðar­hús­næði og kæla fast­eigna­markaðinn, sem nú er helsta ógn­in við verðstöðug­leika í land­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK