Einblíni ekki á launaliðinn

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur íslenskt samfélag standa frammi fyrir sögulegu tækifæri við að tryggja varanlega lágt vaxtastig í landinu.

„Ég held að þetta sé ákveðin prófraun sem við stöndum nú frammi fyrir. Ef við náum að halda aftur af verðbólgunni og komumst í gegnum þetta án þess að okkur sé þröngvað í harðar aðgerðir, þá gætum við séð nafnvaxtakerfið á húsnæðislánum festa sig í sessi. Og ef við stöndum í lappirnar með þetta þá gætum við séð verðtrygginguna heyra sögunni til.“

Hann segir þó að þetta muni ekki raungerast nema með virkri þátttöku þriggja aðila; ríkisstjórnarinnar, aðila vinnumarkaðarins ásamt Seðlabankanum.

Hann varar við því að ráðist verði í ósjálfbærar launahækkanir í kjarasamningum á komandi árum. Hækki laun hér á landi umfram það sem gerist í nágrannalöndunum brjótist það út í verðbólgu fyrr eða síðar.

Hann segir mikilvægt að hagsmunaaðilar hætti að horfa á tekjufærslur og einblíni frekar á fjárfestingar sem komi öllu samfélaginu vel.

„[...] Þetta býður einnig upp á ákveðna möguleika á vinnumarkaðnum um að í stað þess að hækka launin verði ráðist í stórfellda uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Rétt eins og gert var þegar Breiðholtið byggðist upp.“

Með slíkri uppbyggingu megi mæta vaxandi eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og kæla fasteignamarkaðinn, sem nú er helsta ógnin við verðstöðugleika í landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK