Ikea varar við vöruskorti næsta árið

Forstöðumenn Ikea hafa varað við vöruskorti fram yfir mitt næsta …
Forstöðumenn Ikea hafa varað við vöruskorti fram yfir mitt næsta ári. AFP

Húsgagnaverslunin Ikea varar við því að vöruskortur, sem hefur reynst viðvarandi í gegnum faraldurinn, kunni að halda áfram í eitt ár í viðbót, eða út núverandi fjárhagsár sem endar í ágúst 2022.

Jon Abrahamsson, forstjóri Inter Ikea, móðurfélags Ikea vörumerkisins, sagði við Financial Times að þetta sé lengra tímabil en gert hafi verið ráð fyrir í upphafi faraldursins, en á móti komi að faraldurinn hafi í heild verið góður fyrir sölu fyrirtækisins.

Vörusala hjá Ikea jókst um 6% milli ára og var 41,9 milljarður evra á síðasta fjárhagsári. Þessi aukning var drifin áfram af netsölu sem tæplega tvöfaldaðist.

Jesper Brodin, forstjóri Ingka, stærsta einkaleyfishafa Ikea, sagði í öðru viðtali við Financial Times að félagið hefði breytt áherslum sínum og færst í áttina frá risastórum vöruhúsum í útjaðri borga í minna verslunarhúsnæði miðsvæðis. Auk þess væri áherslan í auknum mæli á netsölu.

Undanfarið hafa orðið miklar tafir á flutningum vegna faraldursins og aukinnar eftirspurnar þegar afléttingar takmarkana eru komnar á fullt. Hefur flutningsverð hækkað mikið og biðraðir myndast við stærstu hafnir heims.

Til að mæta vandamálum í flutningi á vörum frá Asíu til Evrópu hefur Ikea gripið til þess ráðs að flytja vörur með lestum og keypt og leigt gáma í stað þess að treysta á gáma flutningafyrirtækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK