Byggingageirinn í mikilli sókn á síðastliðnum árum

Margar stórar og smáar framkvæmdir hafa litið dagsins ljós síðustu …
Margar stórar og smáar framkvæmdir hafa litið dagsins ljós síðustu ár. Sú stærsta þeirra er þó án efa nýr Landspítali við Hringbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Efnahagssviptingar síðustu ára hafa lagst af mismiklum þunga á atvinnugreinar landsins. Draga má þá ályktun af upplýsingum sem teknar eru úr gagnagrunni Creiditinfo sem síðustu tólf ár hefur haldið lista yfir fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði um hagnað, eigið fé og aðra þætti sem skilja framúrskarandi fyrirtæki frá öðrum. Á meðfylgjandi grafi má sjá hlutfall nokkurra stórra atvinnugreina af öllum þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrðin á hverjum tíma. Þar sést að byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð sker sig úr en hlutfallið þar á bæ hefur aukist stöðugt frá árinu 2016. Á sömu mynd má svo einnig sjá að ferðaþjónustan hefur gefið mjög eftir frá síðasta ári vegna þess stóreflis höggs sem hún varð fyrir vegna alheimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Graf/mbl.is

127 fyrirtæki á lista

Jón Þórarinn Sigurðsson er sérfræðingur hjá Creditinfo en hann hefur greint þessa þróun út frá gögnum fyrirtækisins.

„Fjöldi fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð á lista Framúrskarandi fyrirtækja hefur vaxið hratt undanfarin ár. Á listanum í ár eru 127 fyrirtæki í greininni eða sexfalt fleiri en árið 2013 og tvöfalt fleiri en árið 2017,“ segir Jón Þórarinn. Vísar hann þar í fjölda fyrirtækja á listanum eins og hann lítur út nú, þegar enn eru fimm dagar í að listinn verður birtur. Getur fjöldi fyrirtækja á honum breyst að einhverju marki allt fram að þeim tíma, enda enn verið að yfirfara ársreikninga fyrirtækja sem mögulega uppfylla öll skilyrði Creditinfo en af einhverjum ástæðum hefur þurft að yfirfara. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær voru 853 fyrirtæki á listanum yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2021.

Jón Þórarinn bendir á að heildarfjöldi Framúrskarandi fyrirtækja hefur verið nánast sá sami frá 2017 þannig að hlutdeild byggingar- og mannvirkjageirans hefur vaxið töluvert á þessum tíma.

„Miðgildi EBITDA hjá Framúrskarandi fyrirtækjum í greininni lækkaði um 21% milli 2020 og 2021 og er nú t.a.m. 14% lægra en fyrir 4 árum. Þá lækkaði einnig miðgildi rekstrarhagnaðar um 17% og er nú á sama stað og fyrir 4 árum. Miðgildi rekstrartekna lækkaði um 3% frá síðasta ári en er þó um 27% hærra en fyrir fjórum árum,“ bendir Jón Þórarinn á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK