Síminn langt kominn með sölu á Mílu og bréfin hækka

Orri Hauksson forstjóri Símans.
Orri Hauksson forstjóri Símans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sím­inn hef­ur und­ir­ritað sam­komu­lag um einkaviðræður við franskt sjóðastýr­ing­ar­fyr­ir­tæki um helstu skil­mála varðandi mögu­lega sölu á Mílu. Í sam­komu­lag­inu felst að áreiðan­leika­könn­un sé nú þegar lokið, samn­inga­gerð langt kom­in og að fyr­ir­huguð viðskipti séu að fullu fjár­mögnuð.

Greint er frá sam­komu­lag­inu í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar. Þar seg­ir jafn­framt að unnið sé að því að ljúka samn­ingaviðræðum og skrifa und­ir skuld­bind­andi samn­ing eins fljótt og auðið er. Ef af verður mun franska fé­lagið bjóða ís­lensk­um líf­eyr­is­sjóðum aðkomu að kaup­un­um.

Sjóðastýr­ing­ar­fyr­ir­tækið heit­ir Ardi­an France SA og er alþjóðlegt sjóðastýr­ing­ar­fyr­ir­tæki með höfuðstöðvar í Par­ís, og skrif­stof­ur víðs veg­ar um heim, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.. Ardi­an er lang­tíma­fjár­fest­ir með um 114 millj­arða banda­ríkja­dala í stýr­ingu og hjá fyr­ir­tæk­inu starfa yfir 800 manns. Meðal fjár­festa í Ardi­an eru rík­is­stofn­an­ir, líf­eyr­is­sjóðir, trygg­inga­fé­lög og stofnana­fjár­fest­ar.

Míla heild­sölu­fyr­ir­tæki á fjar­skipta­markaði og felst kjarn­a­starf­semi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjar­skipta á landsvísu.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að stund­um þegar um sé að ræða viðskipti af ákveðinni stærðargráðu sem geti mögu­lega valda tíma­bundn­um flæðis­frávik­um eða óvenju­leg­um skamm­tíma­hreyf­ing­um á krón­unni eigi Seðlabank­inn í sér­stök­um tví­hliða viðskipt­um fram­hjá markaðinum við viðskipta­bank­ana þrjá. „Ef af kaup­un­um verður munu Sím­inn og Ardi­an vinna með Seðlabanka Íslands að fram­gangi viðskipt­anna þegar þar að kem­ur þannig að sem minnst áhrif verði á gjald­eyr­is­markað,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Starfsemi Mílu fellst meðal annars í að byggja upp og …
Starf­semi Mílu fellst meðal ann­ars í að byggja upp og reka fjar­skiptainnviði á landsvísu.

Þá er tekið fram að ef end­an­leg­ir samn­ing­ar ná­ist muni Sím­inn og Ardi­an einnig vinna með hinu op­in­bera að upp­lýs­inga­gjöf og ör­ygg­is­mál­um varðandi hags­muni lands­manna. Þegar séu und­ir­bún­ingsviðræður að slíku fyr­ir­komu­lagi hafn­ar, en þar er um að ræða að tryggja að rekst­ur innviða fé­lags­ins sam­rým­ist þjóðarör­ygg­is­hags­mun­um.

Hluta­bréf Sím­ans hafa hækkað um 7,7% í viðskipt­um það sem af er degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK