Toyota setur milljarða í framleiðslu á bílarafhlöðum

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Forsvarsmenn Toyota, stærsta bílaframleiðanda heims, greindu í dag frá fyrirætlunum félagsins um að verja 3,4 milljörðum dala, sem samsvarar um 439 milljörðum kr., í framleiðslu á bílarafhlöðum í Bandaríkjunum. Stefnt er að því að reisa sérstaka verksmiðju þar í landi undir framleiðsluna. 

Um er að ræða 10 ára fjárfestingaráætlun sem tengist verkefni, sem Toyota greindi frá í september, um að fyrirtækið ætli að setja 1,5 billjónir jena, sem samsvarar um 1.689 milljörðum kr. í þróun og framleiðslu á rafhlöðum fyrir rafbíla. Toyota vinnur nú að því að draga verulega úr losun kolefnis. 

Talsmenn Toyota upplýstu í júní að stefnt væri að því að fyrirtækið yrði kolefnishlutlaust (e. carbon-neutral) árið 2035, en upphaflegt markmið félagsins var að ná þeim árangri árið 2050. 

Toyota hefur verið frumkvöðull í framleiðslu á svokölluðum hybrid-ökutækjum, eða blendingum, sem ganga fyrir vetni. En fyrirtækið hefur nú sótt fram í þróun á rafmagnsbílum sem ganga fyrir bílarafhlöðum, og er umrædd ákvörðun liður í þeirri framtíðaráætlun fyrirtækisins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK