Alan Talib ætlar ekki að gefast upp

Teppasalinn Alan Talib.
Teppasalinn Alan Talib. mbl.is/Ásdís

Alan Talib, teppasali og eigandi Cromwell Rugs ehf., hyggst áfrýja ákvörðun Neytendastofu um að sekta fyrirtæki hans um þrjár milljónir króna fyrir teppaauglýsingar.

„Ég ætla alla leið með þetta. Orðspor mitt er á línunni og ég mun vernda það fram í rauðan dauðann,“ segir Alan í samtali við Morgunblaðið.

Neytendastofa ákvað að sekta Cromwell Rugs ehf. fyrir brot á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Alan vísar þessu á bug og segir að það eina sem hann hafi viljað gera hafi verið að vekja athygli á handofnum persneskum teppum og að selja þau á viðráðanlegu verði.

„Það er minn glæpur,“ segir hann.

Alan kveðst undrandi á vinnubrögðum Neytendastofu sem hafi einungis gefið honum eins dags frest til að svara fyrir auglýsingarnar ellegar yrði honum bannað að auglýsa og hann sektaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK