Eygir jafnvægi á húsnæðismarkaði

Una Jónsdóttir, sérfræðingur í húsnæðismarkaði hjá Landsbankanum.
Una Jónsdóttir, sérfræðingur í húsnæðismarkaði hjá Landsbankanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Möguleiki er á að jafnvægi náist á milli eftirspurnar, þarfar og framboðs á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. 

Una Jónsdóttir, sérfræðingur í fasteignamarkaði hjá Landsbankanum, segir í samtali við mbl.is að nokkrir þættir þurfi að ganga eftir til þess að jafnvægi náist: 

„Fyrir það fyrsta þurfa aðgerðir Seðlabankans að fá tíma til að virka. Við erum núna að glíma við rosalega mikla eftirspurn og Seðlabankinn er með tæki til að slá á þessa eftirspurn. Það eru vaxtahækkanir, það er búið að setja hámark á greiðslubyrðarhlutfall og svo hafa veðhlutföll verið hert. Allt eru þetta aðgerðir til þess fallnar að slá á eftirspurn,“ segir Una. 

Sparifé leitaði í steypu

Þá segir hún að neysla og daglegt líf þurfi að komast aftur í eðlilegt far eftir heimsfaraldur Covid-19. „Við erum búin að verja löngum stundum heima hjá okkur, sparnaður hefur aukist þannig að eftirspurnin hefur snúið að húsnæði,“ segir Una og útskýrir að margir hverjir hafi leitast við að setja sparnað sinn í fjárfestingu í húsnæði. „Það hefur verið talin góð fjárfesting og fólk hefur gert það í auknum mæli, sérstaklega þegar vextir eru lágir.“

Una Jónsdóttir og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, á morgunfundi …
Una Jónsdóttir og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, á morgunfundi í Hörpu í morgun þar sem Hagsjá Landsbankans var kynnt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Una segir að hagdeild Landsbankans telji að eftirspurnin muni dragast saman þegar dagleg neysla gengur til baka líkt og byrja má að merkja í greiðslukortahreyfingum. „Þá er alveg líklegt að jafnvægi komist á markaðinn að nýju, sérstaklega þar sem það er talsvert verið að byggja af íbúðum. Við sjáum ekki endilega merki um skort á íbúðum á næstunni, að því gefnu að þau áform sem nú eru uppi gangi eftir.“

Líklega minni Airbnb-þrýstingur

Hagsjá Landsbanka gerir ráð fyrir töluverðri fjölgun erlendra ferðamanna. Gerið þið ekki ráð fyrir nýrri Airbnb-bylgju? Eða munu hótelin anna gistiþörf?

„Við eigum eftir að sjá hvað gerist í heimagistingu. Við erum ekki enn farin að sjá sama fjölda ferðamanna eins og var í síðustu bylgju. Þá var mikið um Airbnb-gistingu og síðan þá er búið að byggja töluvert af hótelum. Ég held að þrýstingurinn verði minni á Airbnb-markaðnum en við þurfum af bíða og sjá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka