Icelandair skilar 2,5 milljarða króna hagnaði

Fjöldi farþega innanlands er orðinn meiri en fyrir faraldur.
Fjöldi farþega innanlands er orðinn meiri en fyrir faraldur. mbl.is/Sigurður Bogi

Icelandair Group skilaði 2,5 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi þessa árs.

Lausafjárstaða félagsins styrktist einnig og nam 57 milljörðum króna í lok fjórðungsins, ásamt því að haldbært fé í rekstri nam 3,2 milljörðum króna, en það var neikvætt um 11,1 milljarð króna í lok sama ársfjórðungs síðasta árs. 

Félagið jók umsvif sín í millilandaflugi og flaug til 34 áfangastaða og þar af 11 í Norður Ameríku. Heildarfjöldi farþega fjórfaldaðist miðað við sama ársfjórðung í fyrra og nam 700 þúsund. Rétt liðlega helmingur þess fjölda voru ferðamenn á leið til Íslands.

Innanlandsflug náð fyrri hæðum

Stundvísi félagsins í fjórðungnum var 86% og sætanýting 68,2%. Auk þess hefur fjöldi farþega innanlands þegar náð fyrri hæðum og er orðinn meiri en fyrir heimsfaraldur.

Staða fraktflutninga var einnig vænleg í ársfjórðungnum og skilaði hærri tekjum en fyrir Covid-faraldurinn. Flutningsmagn jókst sömuleiðis. „ Fraktflutningar milli Evrópu og Norður Ameríku jukust töluvert á fjórðungnum og voru um 10% af heildarflutningum samanborið við 3% á árinu 2020,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins segir þetta vera í fyrsta sinn í tvö ár sem það skilar hagnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK