Áform eru uppi um að innrétta nýjan 72 sæta lúxusbíósal í Kringlunni. Erindi þess efnis er nú til meðferðar hjá Reykjavíkurborg.
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa hinn 12. október síðastliðinn var sótt um leyfi til að hækka syðsta hluta byggingarinnar og innrétta nýjan bíósal á 3. hæð, nýjar snyrtingar fyrir hæðina og gera nýja flóttaleið út á svalir Kringlunnar á lóð nr. 4-12 við Kringluna. Breytingarnar eru samkvæmt teikningum THG arkitekta.
Hinn nýi bíósalur verður við hliðina á Litla turni, nálægt þeim bíósölum SAM-bíóanna sem fyrir eru.