Loka verslunum á Dalvík og Húsavík

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar.
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um næstu áramót verður verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík lokað. Rekstur þeirra verður í framhaldinu sameinaður í nýrri verslun sem opnuð verður við Freyjunes á Akureyri á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir í tilkynningu frá Húsasmiðjunni.

Fram kemur að öllum fastráðnum starfsmönnum á Húsavík og Dalvík verður boðið að starfa áfram í nýju versluninni.

Teikning af nýrri verslun Húsasmiðjunnar á Akureyri.
Teikning af nýrri verslun Húsasmiðjunnar á Akureyri.

Þungbær ákvörðun

Í tilkynningunni segir að rekstrargrundvöllur Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík hafi reynst þungur undanfarin ár þrátt fyriri velvilja bæði heimamanna og fyrirtækisins. Hörð samkeppni, aukin vefverslun og fleiri breytingar á markaði hafi gert það að verkum að rekstur byggingarvöruverslana og timbursölu á sér ekki grundvöll á þessum stöðum.

„Við hjá Húsasmiðjunni höfum átt mjög gott samband við viðskiptavini okkar á Húsavík og Dalvík um árabil og er þessi ákvörðun, okkur þungbær,“ er haft eftir Árna Stefánssyni, forstjóra Húsasmiðjunnar, í fréttatilkynningunni.

„Við munum þrátt fyrir þessa breytingu kappkosta að þjónusta viðskiptavini á Norðurlandi vel, þar á meðal á Dalvík og Húsavík. Jafnframt mun söluskrifstofa verða opnuð á Húsavík í upphafi næsta árs með ráðgjöf fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK