Tvöfalt íslenska lífeyriskerfið

Líklega mun endanlegt samkomulag verða kynnt fyrir miðja næstu viku.
Líklega mun endanlegt samkomulag verða kynnt fyrir miðja næstu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Franska fyrirtækið Ardian, sem hefur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna áformaðra kaupa þess á Mílu, dótturfélagi Símans, er alþjóðlegt sjóðsstýringarfyrirtæki með höfuðstöðvar í París. Það leggur áherslu á ábyrgar langtímafjárfestingar. Félagið er í meirihlutaeigu starfsfólks, sem á 70% í félaginu.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Á sviði fjarskiptafjárfestinga er Ardian með ráðandi eignarhlut í INWIT, stærsta eiganda fjarskiptaturna á Ítalíu og á 26% hlut í EWE, einu stærsta veitufyrirtæki Þýskalands og leiðandi fjarskiptafyrirtækis þar í landi. Nýverið fjárfesti sjóðurinn í ljósleiðarafyrirtækinu Adamo sem nær til 1,8 milljóna heimila í 27 héruðum Spánar og er með 250 þúsund áskrifendur.

Félagið er með um 114 milljarða bandaríkjadala, eða um 14.800 milljarða króna, í eignastýringu fyrir lífeyrissjóði, stjórnvöld, stofnanir og stóra fagfjárfesta í fimm heimsálfum.

Til að setja eignirnar í samhengi þá eru þær rúmlega tvöfalt meiri en allar eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins.

Stofnað árið 2013

Félagið var stofnað árið 2013 en á rætur að rekja allt til 1996 þegar forstjórinn, Dominique Senequier, kom á fót fjárfestingararmi franska tryggingafélagsins Axa. Ardian varð sjálfstætt félag árið 2013.

Höfuðstöðvar félagsins eru í Frakklandi og það er með skrifstofur á 15 stöðum í Asíu, Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Starfsmenn eru 800.

Ardian er stærsti innviðafjárfestir Evrópu. Það horfir þar sérstaklega til langtímafjárfestinga og fjárfestir á samgöngusviði, í orku- og fjarskiptamálum sem og öðrum mikilvægum samfélagsinnviðum eins og flugvöllum og tollvegum.

Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð er félaginu mikilvæg eins og glöggt má sjá á heimasíðu þess. Leggur fyrirtækið áherslu á að draga sem mest úr umhverfisáhrifum innviðafjárfestinga sinna í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar eins og Parísarsamkomulagið. Í því skyni hefur innviðasjóður Ardian fjölgað mjög innviðum sem snúa að endurnýjanlegri orku í eignasafni sínu auk þess sem mörkuð hefur verið stefna um orkunýtni þvert á eignasafnið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK