Pósturinn hækkar í 88% tilvika

Miklar hækkanir eru í vændum.
Miklar hækkanir eru í vændum. mbl.is/Hari

Pósturinn ohf. boðar miklar hækkanir á mörgum liðum verðskrár sinnar frá og með 1. nóvember næstkomandi. Þetta kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu 19. október síðastliðinn. Morgunblaðið hefur nú tekið saman breytingar á verðskrá fyrirtækisins á flutningi pakka frá 0 og upp í 10 kg. Þar blasir við að í 88% tilvika hækkar verðskráin. Í einu tilviki af 82 stendur verðskráin í stað en aðeins í níu tilvikum eða 11% tilvika lækkar verðskráin og nemur þá lækkunin 1-14%.

Fram til þessa dags hefur verðskrá hins opinbera fyrirtækis miðast við að sama verð gildi um allt land, líkt og krafa löggjafans hefur verið, og hefur það jafnt átt við um pakkasendingar sem skilað er í póstbox og pakkaport eða heimsendingar og sendingar sem skilað er á pósthús. Ítrekað hefur verið bent á að ákvæði póstlaga, sem kveða á um að sama verð skuli gilda um allt land, stangist á við aðrar lagagreinar þess efnis að sú þjónusta sem Pósturinn veitir í samkeppni við önnur fyrirtæki þurfi að standa undir kostnaði að viðbættum „hæfilegum“ hagnaði.

Ný lög knýja á um breytingar

Í sumar var lögum breytt og er Póstinum nú óheimilt að viðhafa sama verð um allt land nema á bréfasendingum sem eru léttari en 50 g. Segir fyrirtækið í ljósi þessa að „gildistaka nýrra laga verður til þess að fyrirtækið aðlagar gjaldskrá sína sem sumstaðar verður til þess að verð hækkar en annars staðar mun það lækka“. Líkt og meðfylgjandi tafla sýnir hækkar verðið í miklum meirihluta tilvika og nemur hækkunin í mörgum tilvikum tugum prósenta og í einu tilviki ríflega 100%. Morgunblaðið hefur ítrekað leitað skýringa á þessum breytingum hjá Póstinum en ekki fengið skilmerkileg svör við spurningum varðandi verðskrárbreytinguna. Löggjafinn hefur kveðið skýrt á um að ekki megi niðurgreiða þjónustu á vettvangi Póstsins (nema á bréfum undir 51 g). Miðað við það og þær breytingar sem nú eru kynntar á grundvelli lagasetningar má ætla að þjónusta í mörgum flokkum hafi skilað fyrirtækinu tapi, enda nema boðaðar hækkanir tugum prósenta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK