Ardian kaupir Mílu af Símanum

Míla, dótturfélag Símans, hefur verið selt til sjóðastýringarfyrirtækisins Adrian.
Míla, dótturfélag Símans, hefur verið selt til sjóðastýringarfyrirtækisins Adrian. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hefur samið við Símann um kaup á Mílu, sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Íslenskum lífeyrissjóðum verður gefinn kostur á að kaupa hlut í Mílu, sem verður sjálfstætt heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði, að því er segir í fréttatilkynningu frá Ardian. Þar segir einnig að Ardian leggi áherslu á að útbreiðslu 5G verði hraðað og á frekari útbreiðslu ljósleiðaranets í dreifbýli. 

Fjárfestingin hugsuð til langs tíma

„Fjárfestingar Ardian eru hugsaðar til langs tíma og því leggjum við áherslu á að þær hafi jákvæð áhrif á samfélag og umhverfi með virku samstarfi við innlenda aðila. Því teljum við aðkomu íslenskra lífeyrissjóða að eignarhaldi Mílu vera mikilvæga. Við ætlum að fjárfesta í áframhaldandi uppbyggingu og útbreiðslu fjarskiptanetsins um allt land og munum vinna með Mílu að því að byggja upp enn framsæknara fjarskiptafyrirtæki,“ er haft eftir Dr. Daniel von der Schulenburg, framkvæmdastjóra innviðafjárfestinga Ardian í Norður-Evrópu, í tilkynningunni.

Þar kemur fram að Síminn verði áfram stærsti viðskiptavinur Mílu og Orri Hauksson, forstjóri Símans, lýsir ánægju sinni með að hafa gengið frá samningnum við Ardian, „en ekki síður með að hafa tryggt að Síminn verður mikilvægur viðskiptavinur Mílu til langs tíma. Míla er nú fullkomlega sjálfstætt fyrirtæki og það mun stuðla að enn betra samkeppnisumhverfi á íslenskum fjarskiptamarkaði og verða til hagsbóta fyrir almenning.“

Fyrirvari um samþykki Samkeppniseftirlits

Haft er eftir framkvæmdastjóra Mílu, Jóni Ríkharð Kristjánssyni, að „aðkoma alþjóðlegs fjárfestis í fremstu röð að eignarhaldi Mílu felur í sér viðurkenningu og sýnir styrk fyrirtækisins. Með stuðningi Ardian getur Míla stuðlað að heilbrigðara samkeppnisumhverfi á íslenskum fjarskiptamarkaði. Auk þess kemur Ardian inn með fjárhagslegan styrk, reynslu og þekkingu sem gerir okkur kleift að ráðast í frekari uppbyggingu sem snýst um að tengja Ísland inn í framtíðina.“

Þá segir í tilkynningunni að kaupin séu gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og að Adrian eigi ekki í neinum fyrirtækjum sem eigi í samkeppni við Mílu á Íslandi eða á Norðurlöndunum. 

Orri Hauksson forstjóri Símans
Orri Hauksson forstjóri Símans Orri Hauksson forstjóri Símans Mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK