Huga þurfi að byggðarsjónarmiðum við sölu Mílu

Míla á og annast fjarskiptainnviði um land allt.
Míla á og annast fjarskiptainnviði um land allt.

„Að mínu mati eigum við að hugsa um flutning á gögnum, upplýsingum og þekkingu alveg eins og við hugsum um flutning á fólki, fiskimjöli, aðföngum til hráefnisvinnslu. Hráefni 21. aldarinnar er mikið til þekking, upplýsingar og gögn,“ segir Sveinn Arnarsson byggðafræðingur. Hann segir að í byggðafræðilegu sjónarmiði sé mikilvægt að hið opinbera hafi vald á grunninnviðunum sem felist í eignum Mílu, líkt og vegum landsins. 

Eins og greint var frá á aðfaranóttu laugardags hefur franska sjóðsstýringafyrirtækið Ardian samið við Símann um kaup á Mílu, sem á og rekur víðtæk­asta fjar­skipta­net lands­ins.

Sveinn Arnarsson, byggðafræðingur.
Sveinn Arnarsson, byggðafræðingur. Ljósmynd/Aðsend


Vegur fyrir upplýsingar 

Íslensk­um líf­eyr­is­sjóðum verður gef­inn kost­ur á að kaupa hlut í Mílu, sem verður sjálf­stætt heild­sölu­fyr­ir­tæki á fjar­skipta­markaði. 

Óskað hefur verið eftir að salan verði rædd í þjóðaröryggisráði og hyggjast stjórnvöld setja sölunni skilyrði. 

„Þetta er ekkert annað en vegur fyrir upplýsingar,“ bæti Sveinn við í samtali við mbl.is. 

Seinn setti nýlega fram sínar skoðanir á sölu fjarskiptafyrirtækisins Mílu á Twitter-reikningi sínum þar sem hann bendir á að mikilvægt sé að stíga varlega til jarðar þegar innviðir eru seldir úr landi. 

Hann spyr sig hvort að hugað hafi verið að byggðarsjónarmiðum í tengslum við söluna, þar sem stjórnvöld munu setja skilyrði og íslenskum lífeyrissjónum býðst að kaupa hluta af Mílu.

Hið opinbera viðurkennir markaðsbrest

„Við sáum frábært verkefni á síðasta kjörtímabili Ísland ljóstengt, þar sem hið opinbera viðurkennir að það sé gríðarlegur markaðsbrestur fyrir ljósleiðaravæðingu víða um land, að það séu ekki markaðslegar forsendur til þess að ljóstengja Ísland. Við erum strjálbýlasta land í Evrópu og ef að við værum að hugsa um byggðajafnrétti held ég að innviðir í almannaeigu skipti miklu máli fyrir okkur,“ segir Sveinn.  

„Hefur hið opinbera sett þetta fyrir sig og skoðað gaumgæfilega? Nei það kemur frétt um að þjóðaröryggisráð eigi að koma saman og ræða þetta. Við sem búum utan stór-höfuðborgarsvæðisins vildum gjarnan vita hvernig hlutirnir liggja. Þetta eru mjög mikilvægir innviðir fyrir okkur, sérstaklega þar sem ekki eru markaðsforsendur fyrir,“ bætir Sveinn við.

Lesa má Twitter-þráð Sveins hér:




mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK