Utanlandsferðir draga úr sölu hjá Símanum

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagnaður Símans á þriðja ársfjórðungi var 1.057 milljónir og hækkaði um rúmlega 40 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var tæplega þrír milljarðar og hækkaði um 170 milljónir milli ára. Er þetta mesti rekstrarafgangur félagsins hingað til á einum fjórðungi. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Tekjur Símans á þriðja ársfjórðungi voru 6.381 milljónir, en voru á sama tímabili í fyrra 6.420 milljónir. Lækkuðu tekjurnar því um 39 milljónir. Kostnaðarverð sölu lækkaði á sama tíma um 150 milljónir og rekstrarkostnaður um tæplega 80 milljónir.

Haft er eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, að um góðan og ábatasaman ársfjórðung hafi verið að ræða. Ástæðan sé stýring kostnaðar, en tekjumyndun sé hins vegar ærið verkefni. „Tekjur vegna gagnaflutnings og sjónvarpsþjónustu standa í stað milli ára, en hægagangur við framleiðslu sjónvarpsefnis á heimsvísu heldur meðal annars aftur af tekjuvexti, en temprar einnig kostnað,“ er haft eftir honum.

Þá segir Orri að ástæða þess að vörusala hafi minnkað sé að Íslendingar hafi aftur fengið færi á að kaupa vörur á ferðalögum sínum erlendis. Hins vegar séu farsímatekjur í vexti á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK