Alcoa stefnir að kolefnishlutleysi 2050

Alcoa Fjarðaál er á Reyðarfirði.
Alcoa Fjarðaál er á Reyðarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Móðurfélag Alcoa-Fjarðaáls stefnir að því að vera orðið kolefnishlutlaust fyrir árið 2050. Það er að segja að um miðja þessa öld verði ekki nettólosun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi félagsins um heim allan.

Meðal annars verði dregið úr beinni og óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda vegna málmbræðslu og málmvinnslu um 30% fyrir árið 2025, miðað við árið 2015, og um 50% fyrir 2030 miðað við sama viðmiðunarár.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu en loftslagsmálin eru nú í brennidepli vegna loftslagsráðstefnunnar í Glasgow.

Innleiða nýjar aðferðir

Til að ná þessum markmiðum hyggst Alcoa meðal annars auka vægi endurnýjanlegrar orku í framleiðslunni og innleiða nýjar aðferðir í framleiðslunni. Þá meðal annars með því að hætta notkun kola í rafskautum en með því mun ferlið losa súrefni en ekki koldíoxíð.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK