Eldsneytið ekki hærra frá 2018

Play notast við sparneytnar A321NEO-vélar. 737 MAX-vélar Icelandair eru einnig …
Play notast við sparneytnar A321NEO-vélar. 737 MAX-vélar Icelandair eru einnig sparneytnar. mbl.is/Unnur Karen

Flugvélaeldsneyti (JET-1) hefur hækkað gríðarlega í verði á síðustu mánuðum og nemur hækkunin síðastliðinn mánuð 12,4%. Litið ár aftur í tímann nemur hækkunin hins vegar 121,1%. Hefur hin skarpa hækkun haft veruleg áhrif á afkomu margra flugfélaga sem enn eru í sárum eftir það bylmingshögg sem þau urðu fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Í uppgjörskynningu Icelandair frá því í liðinni viku sagði að hærra eldsneytisverð væri farið að hafa áhrif á afkomu félagsins, enda væri það að meðaltali 60% hærra en á þriðja fjórðungi síðasta árs.

Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir vissulega að eldsneytisverðið sem fyrirtækið greiði nú sé hærra en hann óskaði en það valdi honum þó ekki stórkostlegum áhyggjum. Umsvif fyrirtækisins séu ekki mikil og vélar félagsins auk þess sparneytnar.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK