Jukust um 54,4 milljarða

Álverð hefur hækkað mikið á árinu.
Álverð hefur hækkað mikið á árinu. Árni Sæberg

Tekjur af málmvinnslu fyrstu átta mánuði ársins voru 54,4 milljörðum króna meiri en sama tímabil í fyrra.

Þannig voru þær 147,4 milljarðar króna á þessu tímabil í fyrra en 201,8 milljarðar þetta tímabil í ár.

Sé litið til tímabilsins frá maí til ágúst voru tekjurnar 68,3 milljarðar króna í fyrra en 109,5 milljarðar sömu mánuði í ár sem var aukning um 41,2 milljarða króna.

Þetta má lesa úr samantekt Hagstofu Íslands sem unnin er upp úr virðisaukaskattsskýrslum, en tekið skal fram að hér er stuðst við bráðabirgðatölur án VSK.

Hækkun álverðs er veigamesti þátturinn í ofangreindri aukningu, en eins og fjallað hefur verið um í ViðskiptaMogganum hefur álverð hækkað mikið undanfarið.

Það fór í um 3.200 dali tonnið í kauphöllinni með málma í London (LME) 20. október síðastliðinn en hefur síðan lækkað í 2.800 dali.

Það var til samanburðar 1.838 dalir 26. október í fyrra.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK