Gunnar Thoroddsen, eigandi og stjórnarformaður hjá Íslenskum fasteignum, segir búið að selja 41 íbúð á Austurhöfn fyrir um átta milljarða króna eða tæp 60% af íbúðunum. Meðalverð seldra íbúða er því um 200 milljónir króna.
Alls eru 67 íbúðir á Austurhöfn auk fjögurra þakíbúða en íbúðirnar eru í sex stigagöngum. Hefur salan dreifst nokkuð jafnt milli þeirra.
Gunnar segir aðspurður að erlendir kaupendur hafi keypt sjö íbúðir af 41 seldri íbúð, eða um 17% seldra íbúða. Íslendingar séu því í meirihluta kaupenda en flestir þeirra séu búsettir á Íslandi og hyggist halda heimili á Austurhöfn.
Þá séu dæmi um að kaupendur líti á íbúðirnar sem fjárfestingu og ætli sér jafnvel að leigja þær út.
„Með sama áframhaldi verður búið að selja allar íbúðirnar næsta vor. Eftir að slakað var á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hefur salan gengið talsvert betur en við gerðum ráð fyrir. Íbúðirnar hafa selst hraðar en við áætluðum.“
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.