Salan nálgast 8 milljarða

Gunnar Thoroddsen eigandi og stjórnarformaður hjá Íslenskum fasteignum.
Gunnar Thoroddsen eigandi og stjórnarformaður hjá Íslenskum fasteignum. Arnþór Birkisson

Gunnar Thoroddsen, eigandi og stjórnarformaður hjá Íslenskum fasteignum, segir búið að selja 41 íbúð á Austurhöfn fyrir um átta milljarða króna eða tæp 60% af íbúðunum. Meðalverð seldra íbúða er því um 200 milljónir króna.

Alls eru 67 íbúðir á Austurhöfn auk fjögurra þakíbúða en íbúðirnar eru í sex stigagöngum. Hefur salan dreifst nokkuð jafnt milli þeirra.

Gunnar segir aðspurður að erlendir kaupendur hafi keypt sjö íbúðir af 41 seldri íbúð, eða um 17% seldra íbúða. Íslendingar séu því í meirihluta kaupenda en flestir þeirra séu búsettir á Íslandi og hyggist halda heimili á Austurhöfn.

Þá séu dæmi um að kaupendur líti á íbúðirnar sem fjárfestingu og ætli sér jafnvel að leigja þær út.

„Með sama áframhaldi verður búið að selja allar íbúðirnar næsta vor. Eftir að slakað var á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hefur salan gengið talsvert betur en við gerðum ráð fyrir. Íbúðirnar hafa selst hraðar en við áætluðum.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK