Vildu auka umræðuna

Sara Björk Gunnarsdóttir áritaði ýmsar vörur í Kringlunni um síðustu …
Sara Björk Gunnarsdóttir áritaði ýmsar vörur í Kringlunni um síðustu helgi. mbl.is/Óttar Geirsson

Heimavöllurinn byrjaði sem vinsælt hlaðvarp þeirra Huldu Mýrdal og Mistar Rúnarsdóttur en er í dag einnig atkvæðamikil vefverslun með plaköt og búninga sem tengjast íslenskum knattspyrnukonum.

„Við byrjuðum fyrir þremur árum af því að okkur fannst vanta umræðu um íslenska kvennaknattaspyrnu,“ segir Hulda í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hulda stundar nám í markaðsfræði við Háskóla Íslands og hefur unnið dag og nótt fyrir Heimavöllinn samhliða náminu.

Fljótlega var Instagram-síða sett á laggirnar. „ Við ákváðum strax að gera meira en segja bara úrslit í leikjum eða tala bara um frægustu leikmennina, og draga í staðinn sem flesta leikmenn fram í sviðsljósið,“ segir Hulda sem segir að lykillinn að því að auka umræðuna sé að framleiða meira af efni og birta daglega.

„Ég held að fótboltastelpur á öllum aldri og í öllum deildum hafi verið orðnar þreyttar á skorti á umfjöllun um kvennaboltann.“

Á laugardaginn mættu hátt í eitt þúsund manns í Kringluna á viðburð Heimavallarins þegar Sara Björk mætti til að árita peysur og plaköt. „Sara áritaði síma, peysur, bolta og nánast öll fötin sem krakkarnir voru í. Það seldust allar Lyon-treyjur upp auk þess sem við seldum yfir 300 plaköt með hvatningarorðum frá leikmönnum.“

Hulda segir margt spennandi framundan og meðal annars hafi hún hugsað um að opna íþróttavöruverslun Heimavallarins.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK