Íslandsbanki hagnast um 7,6 milljarða

Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þriðja fjórðungi þessa …
Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þriðja fjórðungi þessa árs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,6 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2021, að því er fram kemur í uppgjöri bankans.

Arðsemi eigin fjár var 15,7% á ársgrundvelli, sem er yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greiningaraðila. 

Hreinar vaxtatekjur námu 8,8 milljörðum króna á þriðja árshlutafjórðungi 2021 samanborið við 8,3 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Eignastýring, fjárfestingarbanki og verðbréfaviðskipti leiddu hækkunina.

16,6 milljarða króna hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 16,6 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins en arðsemi var 11,7% á ársgrundvelli samanborið við 2,4% á sama tíma í fyrra. Þá námu hreinar vaxtatekjur samtals 25,4 milljörðum króna á fyrstu 9 mánuðum ársins, sem er hækkun um 1,1% á milli ára og skýrist af lægra vaxatumhverfi á milli tímabila.

Hreinar fjármunatekjur námu 1,9 ma. kr. á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við tap á sama tíma í fyrra að fjárhæð 2,2 ma. kr. en stjórnunarkostnaður hækkaði á milli ára. Hækkunina má aðallega rekja til einskiptiskostnaðar í tengslum við skráningu bankans, aukins launakostnaðar vegna kjarasamningshækkana og kostnaðar vegna uppsagna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK