Ikea greiðir 16,5 milljarða í bónusa vegna Covid

Viðskiptavinir í verslun Ikea í New York.
Viðskiptavinir í verslun Ikea í New York. AFP

Ikea ætlar að greiða 110 milljónir evra, eða um 16,5 milljarða króna, í bónusa til starfsmanna sinna víðs vegar um heiminn í þakklætisskyni fyrir vinnu þeirra í kórónuveirufaraldrinum.

Ingka Group, fyrirtækið sem starfrækir flestar verslanir Ikea, greindi frá þessu.

Fyrirtækið segir að faraldurinn hafi neytt það til að flytja stóran hluta viðskipta sinn á netið. Salan hélst engu að síður góð vegna þess að fjöldi fólks sem þurfti að vera heima hjá sér vegna veirunnar keypti húsgögn og annan búnað á netinu.

„Faraldurinn setti okkur í aðstöðu sem ég held að enginn okkar hafi verið verið búinn undir,“ sagði Ulrika Biesert, framkvæmdastjóri IKEA Retail.

„Við fórum frá því að vera fyrirtæki sem var mestmegnis utan netsins yfir í það að vera netfyrirtæki á tveimur vikum.“

Ingka Group sagði að bónusgreiðslurnar verði greiddar starfsmönnum í öllum deildum og fer upphæðin eftir launum þeirra. Greiðslunum verður bætt við árlega bónusa sem starfsmenn fá sem byggja á árlegu gengi fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK