Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Marels á Völku

Vatnskurðarvél Völku í Kópavogi háþrýstiskurður.
Vatnskurðarvél Völku í Kópavogi háþrýstiskurður. Valka

Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag samruna Marels Iceland, ehf dótturfélags Marels, og Völku ehf. Fyrirtækin starfa á svipuðum markaði en þau framleiða og þjónusta búnað sem er notaður til margra þátta matvælavinnslu. 

Aðalstarfsemi Marels felst í framleiðslu véla til vinnslu kjöts, alifugla og fisks á meðan starfsemi Völku er aðallega á vegum fiskvinnslu. Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu var rannsóknin afar umfangsmikil og leitað sjónarmiða hjá keppinautum og viðskiptavinum samrunafyrirtækjanna. 

Veitir samrunaaðilum samkeppnisforskot

„Samkeppniseftirlitinu bárust í framhaldinu rökstuddar athugasemdir við samrunann frá á annan tug umsagnaraðila frá Íslandi og löndum í Evrópu, Norður-Ameríku og Eyjaálfu. Samandregið beindust athugasemdir einkum að því að samrunaaðilar hafa báðir yfir að ráða tækni við vatnsskurð og stýringu vatnsskurðar sem vernduð er með einkaleyfum og skapar samrunaaðilum verulegt samkeppnisforskot, að mati margra umsagnaraðila,“ segir í tilkynningum.

Vegna þessi taldi Samkeppniseftirlitið mikilvægt að kanna ítarlega möguleg skaðleg áhrif samrunans á samkeppni. Rannsóknin var unnin í samstarfi við nokkrar systurstofnanir Evrópu: 

Í kjölfar rannsóknarinnar er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki sé tilefni til íhlutunar vegna samrunans, meðal annars með hliðsjón af því að samrunaaðilar munu áfram njóta umtalsverðs samkeppnislegs aðhalds af hálfu sterkra alþjóðlegra keppinauta í kjölfar samrunans.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK