Enginn vildi starfa á trésmíðaverkstæði

Gunnar Stefán Gunnarsson bauð mörgum starf á verkstæðinu.
Gunnar Stefán Gunnarsson bauð mörgum starf á verkstæðinu. mbl.is/Unnur Karen

Gunnar Stefán Gunnarsson, verkstjóri JP innréttinga í Hafnarfirði, segist hafa boðið 20 einstaklingum án vinnu starf hjá fyrirtækinu en enginn hafi sýnt því áhuga.

„Mig hefur vantað menn og hef auglýst eftir smiðum en vissi svo sem að það yrði erfitt. Þannig að ég sló af kröfunum og auglýsti eftir handlangara en hér eru fjórir útskrifaðir smiðir. Ég talaði við yfir tuttugu en flestir voru á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun. Tveir voru heiðarlegir og sögðust vera búnir að fá vinnu og það var hið besta mál. Tveir komu hingað og þeim leist ekki illa á verkstæðið. Þeir ætluðu að hafa samband síðar en ég heyrði aldrei frá þeim. Það var enginn áhugi og ekki einu sinni spurt um launin.

Svöruðu ekki fyrirspurnum

Ég náði hins vegar aldrei í hina sem voru á atvinnuleysisskrá, hér um bil 18 manns. Þeir svöruðu aldrei í síma. Fjármálastjórinn minn sendi upplýsingar um þessi samskipti til aðalskrifstofu Vinnumálastofnunar sem hefði að mínu áliti átt að láta vita að umræddir einstaklingar væru ekki í atvinnuleit. Ég hef aldrei rætt við jafn marga á svo stuttum tíma með jafn litlum árangri,“ segir Gunnar Stefán sem þurfti að lokum að fara aðrar leiðir til að finna fólk.

Hann hafi nú ráðið tvo aðstoðarmenn til starfa á verkstæðinu. Annar sé nemandi í Iðnskólanum og hinn ung kona sem auglýsti eftir vinnu. Gunnar Stefán segir að samtímis þessu áhugaleysi á störfunum sé skortur á trésmiðum á Íslandi.

„Það vantar alls staðar smiði. Ef smiður er góður er hann ekki á lausu,“ segir Gunnar Stefán.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 29. október. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka