Dregur saman með íbúðaverði innan og utan höfuðborgarsvæðisins

Mikið hefur verið byggt í Árborg að undanförnu. Á sama …
Mikið hefur verið byggt í Árborg að undanförnu. Á sama tíma hefur verð eigna hækkað þar mikið og munar nú 24% á fermetraverði í Árborg og á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir ári var munurinn 34%. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúðaverð í þéttbýlisstöðum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefur hækkað hraðar en á höfuðborgarsvæðinu undanfarin misseri og hafði á þriðja ársfjórðungi hækkað um 9-36% frá árinu áður. Mest er hækkunin í Árborg, eða um 36% og næst mest á Akranesi, eða um 20%.

Með þessum hækkunum hefur dregið saman með fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu og í þéttbýliskjörnum umhverfis það, þó enn muni talsverðu þar á milli. Samkvæmt verðsjá Þjóðskrár Íslands er munurinn á fermetraverði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess 24-37%, en minnstu munar í Árborg, eða 24%. Fyrir ári síðan var munurinn hins vegar 34%. Greint er frá þessu í Hagsjá Landsbankans.

Munurinn á verðlagi eftir svæðunum fer því minnkandi þó enn sé talsvert ódýrara að kaupa húsnæði í Árborg samanborið við höfuðborgarsvæðið. Mikil aukning hefur verið í uppbyggingu utan höfuðborgarsvæðisins og eru 33% fleiri íbúðir í byggingu á svæðinu en á sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins. Þá hefur fjöldi íbúða í byggingu á fyrstu stigum aukist um 96% milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK