Icelandair og JetBlue efla tengingarnar sínar

Robin Hayes, forstjóri JetBlue og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Robin Hayes, forstjóri JetBlue og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Ljósmynd/Aðsend

Icelandair greindi frá því í dag að félagið hafi komist að samkomulagi við bandaríska flugfélagið JetBlue um að auka samstarf sitt um tengingar á milli leiðarkerfa þeirra í Evrópu og Norður-Ameríku. Með því viðskiptavinir keypt flug með tengingum inn í leiðakerfi beggja félaga á einum miða. 

Hingað til hefur tenginetið náð til New York JFK-flugvallar, Boston Logan-flugvallar, Newark-vallarins og Keflavíkurflugvallar. Með samkomulaginu bætast Amsterdam, Stokkhólmur, Kaupmannahöfn, Helsinki, Osló, Glasgow og Manchester inn í kerfið. Gert er ráð fyrir að fleiri áfangastöðum verði bætt við í framtíðinni. 

Hægt að safna vildarpunktum með JetBlue

Samkomulag flugfélaganna gerir farþegum þeirra einnig kleift að safna punktum vildarklúbb á milli félaga. Þannig geti viðskiptavinir Icelandair safnað vildarpunktum í flugi með JetBlue.

„Í ár eru tíu ár frá því við hófum samstarfið við JetBlue og það er ánægjulegt að tilkynna nánara samstarf sem felur í sér ný tækifæri í tengingum á milli leiðakerfa félaganna. Icelandair og JetBlue eru um margt lík félög og getum við því boðið viðskiptavinum okkar sambærilega upplifun alla leið á áfangastað,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningu um samkomulagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK