Viðskiptaráð vill minnka eftirlit og regluverk

Viðskiptaráð leggur til aðgerðir sem ný ríkisstjórn getur ráðist í.
Viðskiptaráð leggur til aðgerðir sem ný ríkisstjórn getur ráðist í. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðskiptaráð Íslands hvetur nýja ríkisstjórn að setja raunverulegan kraft í einföldun laga- og eftirlitsumhverfi atvinnulífsins. Ráðið segir að regluverk um starfsemi fyrirtækja sé of íþyngjandi hér á landi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðinu.

Þar er vísað í stjórnarsáttmála fráfarandi ríkisstjórnar, þar sem kveðið var á um einföldun regluverks í þágu almennings og atvinnulífs.

Leggja til aðgerðir stjórnvalda

Viðskiptaráð fagna því að einstaka ráðuneyti hafi ráðist í aðgerðir í þágu þessa á kjörstímabili, en þrátt fyrir það, segir í fréttatilkynningunni, að Ísland hafi færst niður um eitt sætir á lista IMD viðskiptaháskólans yfir samkeppnishæfni ríkja þegar kemur að regluverki.

Einföldun laga- og eftirlitsumhverfis atvinnulífsins er því hagsmunamál allra landsmanna og nauðsynlegur þáttur til að bæta kjör og tryggja næga atvinnu. Það er því mat Viðskiptaráðs að gera þurfi allsherjarátak í einföldun regluverks, segir í fréttatilkynningunni og eru útlistaðar aðgerðir sem stjórnvöld gætu ráðist í:

  • Láta mat á efnahagslegum áhrifum á fyrirtæki fylgja öllum stjórnarfrumvörpum og reglugerðum.
  • Skilgreina markmið lagasetninga sem eru íþyngjandi fyrir atvinnulífið og rökstyðja með ítarlegum hætti
  • Ekki fara umfram lágmarkskröfur við innleiðingu ESB regluverks
  • Bæta almenna umgjörð í kringum leyfisveitingar og eftirlit
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK