Þótt ferðaþjónustan eigi enn eftir að ná vopnum sínum er handagangur flestum stundum í Leifsstöð. Í september fóru ríflega 326 þúsund manns um völlinn.
Og það var sannarlega líf í tuskunum þegar blaðamann og ljósmyndara bar að gerði nýverið. Þar tók á móti okkur Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia, félagsins sem á og rekur flugvöllinn.
Á hennar herðum hvílir nú stórt og flókið verkefni sem felst í að uppfæra farangurskerfi vallarins. Er það aðkallandi verk þar sem ný Evrópureglugerð kallar á endurnýjun svokallaðra gegnumlýsingar- og sprengjuleitarvéla sem ætlað er að tryggja öryggi farþega og véla sem taka á loft frá flugvellinum á Miðnesheiði.
„Það sem gerir verkefnið mjög flókið eru nýju tækin og útskipti þeirra í lifandi umhverfi, en tækin koma frá Smits Detection sem er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í framleiðslu öryggisbúnaðar af þessu tagi, en tækin eru töluvert umfangsmeiri en þau sem fyrir eru.“
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.