Nauðasamningi Allrahanda hafnað

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda.
Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning ferðaþjónustufyrirtækisins Allrahanda GL ehf., sem einnig er þekkt undir heitinu Gray line á Íslandi.

Allrahanda hefur verið í greiðsluskjóli frá því sumarið 2020, en það var byggt á lögum um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar vegna afleiðinga heimsfaraldursins. Sóttist fyrirtækið nú eftir nauðasamningi að því ferli loknu.

Í tilkynningu frá félaginu segir að dómurinn hafi séð vankanta á ákveðnu hagræðingaraðgerðum sem félagið hafði gripið til á greiðsluskjólstímanum og sneri það að breyttu fyrirkomulagi sölu- og markaðsmála sem talið var að gæti skert rétt kröfuhafa.

Mun félagið í framhaldinu fara yfir niðurstöðu dómsins og væntir þess að fylgja þeim ábendingum eftir sem fram komu og freista þess að óska eftir staðfestingu frumvarpsins fyrir Landsrétti.

Tekið er fram að starfsemi félagsins verði með óbreyttum hætti þar til endanleg niðurstað liggur fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK