Samkaup ráða þrjá sérfræðinga

Marteinn, Sædís og Íris, nýir sérfræðingar Samkaupa.
Marteinn, Sædís og Íris, nýir sérfræðingar Samkaupa. Samsett mynd

Samkaup hafa ráðið til sín þrjá sérfræðinga í störf lausnastjóra, áhættu- og lausafjárstjóra og launasérfræðings er kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Íris Ósk Ólafsdóttir hefur verið ráðin lausnastjóri í upplýsingatæknideild á fjármálasviði. Um nýtt starf er að ræða sem heyrir undir upplýsingatæknistjóra. 

Íris starfaði áður hjá Icelandair, síðast sem HR Solution Manager á upplýsinga- og tæknisviði. Hún er með BS.c. í Value Chain Management frá VIA University College í Danmörku og stundar meistaranám í forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst.

Marteinn Már Antonsson hefur verið ráðinn áhættu- og lausafjárstjóri sem einnig er ný staða hjá Samkaupum. 

Marteinn hefur starfað hjá Samkaupum í rúmt ár sem verkefnastjóri á fjármálasviði. Hann er með B.Sc. í viðskiptafræði og stundar meistaranám í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Sædís Kristjánsdóttir hefur verið ráðin launasérfræðingur en hún starfaði áður sem sérfræðingur í launadeild hjá Reykjanesbæ.

Þar á undan starfaði hún hjá Landsbankanum sem sérfræðingur á rekstrarsviði, við vörslu verðbréfa.

Sædís er með B.Sc. í viðskiptafræði af markaðssviði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK