Signý Magnúsdóttir hefur verið kjörin í stjórn Deloitte á Íslandi, en hún er jafnframt einn af eigendum félagsins. Tekur Signý við af Önnu Birgittu Geirfinnsdóttur sem lét af störfum í sumar. Signý tekur samhliða sæti í stjórn Deloitte Nordic, samstarfi allra Deloitte aðildarfélaga á Norðurlöndum.
Signý er löggiltur endurskoðandi og hóf störf hjá Deloitte árið 2006, þar af sem meðeigandi frá árinu 2013. Árið 2019 tók Signý við sem fjármálastjóri hjá Sýn hf. og sinnti því starfi í tvö ár
Signý var yfirmaður reikningsskilaþjónustu Deloitte fram til ársins 2019 auk þess að vera í forsvari fyrir líftækni- og heilbrigðishóp Deloitte.