Þúsundir farið til Búdapest

Frá Kreativ Dental í Búdapest.
Frá Kreativ Dental í Búdapest. Morgunblaðið/Baldur Arnarson

Tannlæknastofur í Búdapest eru farnar að keppast um viðskiptavini frá Íslandi en þær hafa frá árinu 2016 þjónustað á sjötta þúsund Íslendinga hið minnsta.

Rætt er við fulltrúa fjögurra þessara stofa í ViðskiptaMogganum í dag. Meðal þeirra er Grímur Axelsson, umboðsmaður Kreativ Dental, sem áætlar að yfir 3.500 Íslendingar hafi skipt við stofuna frá árinu 2016.

Aðsóknin spurðist út og hafa síðan fleiri stofur hafið markaðssetningu á tannlæknaþjónustu á Íslandi.

Tannheilsan væri í molum

Þegar Grímur kynntist Kreativ Dental kveðst hann hafa vitað að „tannheilsa Íslendinga væri í molum og að fólk veigraði sér við að fá þjónustu vegna verðlags“. Næsta verkefni sé að bjóða Íslendingum upp á liðskiptaaðgerðir í Búdapest.

Hjónin Hjalti Garðarsson og Hrafnhildur Sigurðardóttir reka Íslensku Klíníkina í Búdapest en árið 2019 fékk stofan yfir þúsund heimsóknir frá Íslendingum.

Aðgerðirnar kalla gjarnan á nokkrar utanferðir til Búdapest en eru samt sagðar borga sig margfalt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK