Tæpir 70 þúsund farþegar það sem af er

Þota flugfélagsins Play.
Þota flugfélagsins Play. Ljósmynd/Birgir Steinar

Flugfélagið Play tapaði 10,8 milljónum dollara, jafnvirði 1,4 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu fyrirtækisins sem birt var í gær. Þar kom fram að tekjur fyrirtækisins á fjórðungnum hefðu numið 6,71 milljón dollara, jafnvirði 875 milljóna króna. Benti Birgir Jónsson, forstjóri félagsins, á það á kynningarfundi sem haldinn var í Kaupmannahöfn að uppgjörið væri litað af aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar og að ef ekki hefði orðið bakslag í þeim efnum væri félagið að skila betra uppgjöri en raun varð á.

Mun betri sætanýting

Hann benti á að sætanýting félagsins færi batnandi og að í októbermánuði hefði hún reynst 67,7%, samanborið við 52,1% í september.

„Þurfum að vera með laser-fókus á kostnaðinum. Ein lykilmælieiningin sem við erum að horfa á þegar kemur að því er fjöldi starfsmanna á bak við hverja flugvél. Við erum með 46 starfsmenn á hverja flugvél. Þetta er breyta sem við viljum hafa sem lægsta og að fari aldrei yfir 50,“ benti Birgir á. Í dag er félagið með þrjár flugvélar í förum milli Íslands og áfangastaða vítt og breitt um Evrópu.

Á komandi misserum mun félagið taka við nýjum Airbus-vélum beint frá framleiðanda og segir Birgir að þau kjör sem Play hafi boðist á þeim séu mun hagstæðari en gert hafði verið ráð fyrir í áætlunum fyrirtækisins.

„Með því læsum við inni sparnað til 10 til 12 ára.“ Staða Play er sterk að sögn stjórnenda fyrirtækisins. Lausafjárstaðan var 62,7 milljónir dollara í lok þriðja ársfjórðungs, jafnvirði 8,2 milljarða, og fyrirtækið er ekki með nein vaxtaberandi bankalán. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var 29,2% í lok ársfjórðungsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK