Fljúga til Suðurskautslandsins

Við brottför frá Keflavíkurflugvelli voru 30 evrópskir starfsmenn á vegum …
Við brottför frá Keflavíkurflugvelli voru 30 evrópskir starfsmenn á vegum ALE. Eins og sjá má var stél þotunnar merkt sérstaklega fyrir leiðangurinn. Ljósmynd/Loftleiðir Icelandic

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, mun á næstu mánuðum sinna verkefnum á Suðurskautslandinu og nýta til þess vélar, áhafnir og annað starfsfólk frá Icelandair.

Í byrjun vikunnar hóf Boeing 757 þota á vegum Icelandair þriggja mánaða verkefni sem felur í sér flug frá Punta Arenas í Chile til Union Glacier á Suðurskautslandinu. Flogið er á vegum Antarctic Logistics & Expedition (ALE) með ferða-, göngu- og vísindamenn með reglubundnum hætti fram í janúar 2022.

Þrjár áhafnir Icelandair munu skipta verkefninu með sér og er hver áhöfn staðsett ytra í um fjórar vikur í senn. Í hverri áhöfn eru þrír flugmenn, fjórar flugfreyjur og -þjónar og tveir flugvirkjar. Verkefnið hefur krafist mikils undirbúnings hjá mörgum deildum innan Icelandair Group, meðal annars á sviði tækni-, viðhalds-, flug-, áhafna- og þjálfunarmála.

Þá eru einnig framundan tvö flug á vegum Loftleiða frá Osló í Noregi til rannsóknarstöðvarinnar á Troll á Suðurskautslandinu, en áætlað er að þau flug fari fram í byrjun desember. Til stendur að ferja vísindamenn á milli Noregs og Suðurskautslandsins en rannsóknarstöðin er rekin af Norsk Polar Institut (NPI) og er staðsett á Prinsessu Mörtuströndinni (Princess Martha Coast). Flogið verður á Boeing 767 vél frá Icelandair og um 20 manna áhöfn Icelandair mun sinna fluginu. Icelandair sinnti sambærilegu verkefni í febrúar á þessu ári.

 „Loftleiðir Icelandic hefur um árabil sinnt fjölbreyttum verkefnum víða um heim og nýtt til þess flugvélar og starfsfólk frá Icelandair. Mikil reynsla er til staðar innan félagsins til að takast á við slík verkefni, hvort sem er horft er til áhafna, flugvirkja eða skrifstofufólks sem kemur að undirbúningi slíkra verkefna sem gjarnan eru umfangsmikil. Þannig er gert ráð fyrir að flugvélar á vegum Loftleiða Icelandic komi við í öllum sjö heimsálfunum árið 2022,“ er haft eftir Árna Hermannssyni, framkvæmdastjóra Loftleiða Icelandic í tilkynningu.

„Starfsmenn Loftleiða búa yfir öflugu tengslaneti og hafa getið af sér gott orðspor á alþjóðavettvangi. Með því að takast á þessi verkefni og fleiri sem falla til á vettvangi Loftleiða náum við að skapa félaginu aukinna tekna, nýta flugflota og áhafnir betur auk þess sem áhafnir félagsins öðlast mikla reynslu. Það er því mikill hagur af því fyrir Icelandair Group og dótturfélög að sinna verkefnum sem þessum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK