Verð hjá Landsvirkjun hækkar

Lítið vatn hefur verið í lónum Landsvirkjunar undanfarið.
Lítið vatn hefur verið í lónum Landsvirkjunar undanfarið. mbl.is/Sigurður Bogi

Skammtímaverð Landsvirkjunar á raforku á heildsölumarkaði hefur verið hækkað. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að hækkuninni sé ætlað að stuðla að jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar eftir rafmagni.

Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun, segir í samtali við Morgunblaðið að um sé að ræða samspil markaðslögmálanna sem útskýri þessa hækkun.

„Verðlagning raforku á hverjum tíma fer eftir stöðunni í kerfinu hjá okkur, þ.e. framboðs- og eftirspurnarhliðin. Nú í heimsfaraldrinum var einfaldlega minni raforkunotkun og þar af leiðandi hagstæðara verð á raforku í heildsölu og skammtímasölu til stórnotenda. Svo erum við með framboðshliðina en þar sem við búum við lokað raforkukerfi sem treystir á endurnýjanlega orkugjafa þá er þetta einfaldlega þannig að við erum háð því hvernig staðan er í lónunum hjá okkur.“

Tinna segir gripið til þessarar hækkunar í ljósi þess að innrennsli á vatnasvæðum Landsvirkjunar hefur verið undir meðallagi í október. Á sama tíma hefur verið nánast full nýting á vinnslukerfi fyrirtækisins.

Tinna bendir á að Landsvirkjun hafi reiknað saman að áhrif hækkunarinnar á raforkureikning heimilanna séu „óveruleg“, eða um 1-2%.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK