Beint: Ræða um „sandinn“ í aðfangakeðjunni

Flutningagámar á skipi.
Flutningagámar á skipi. AFP

Félag atvinnurekenda og millilandaviðskiptaráð félagsins standa fyrir morgunfundi í dag um vandamál í alþjóðlegu aðfangakeðjunni, sem ber yfirskriftina Sandur í gangverkinu. Fundurinn er haldinn á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, og hefst hann kl. 8.30.  

Í fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekanda segir m.a. að gífurlegar hækkanir á flutningskostnaði, hækkandi innkaupsverð vöru, seinkanir í alþjóðlegum flutningum og jafnvel vöruskortur blasi nú við fyrirtækjum í milliríkjaviðskiptum. Þá hafi heimsfaraldurinn og fleiri ytri áföll ruglað gangverk alþjóðaviðskipta.

Verður á fundinum spurt af hverju þessi vandkvæði í alþjóðlegu aðfangakeðjunni stafa, hverjar eru afleiðingar þeirra og hvenær séð verði fyrir endann á þeim. Þeir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar DB Schenker á Íslandi, Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, og Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, verða með erindi.

Auk þeirra verða þau Hrönn Margrét Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Feel Iceland og stjórnarmaður í Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu, Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifingar og stjórnarmaður í Íslensk-taílenska viðskiptaráðinu, og Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri SRX og Ormsson, í pallborði ásamt frummælendum.

Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. 

Boðið er upp á kaffi og te. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig. Frekari upplýsingar og skráningarform er að finna hér. 

Þá má fylgjast með streymi af fundinum hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK