Húsnæðisverð ráði ekki úrslitum um hagkvæmni íbúða

Verð á húsnæði ræður ekki eitt úrslitum um hvort kaup …
Verð á húsnæði ræður ekki eitt úrslitum um hvort kaup teljist hagkvæm eða ekki þegar ákveðið er hvort veita skuli stofnframlag til kaupa á almennum íbúðum. mbl.is/Hjörtur

Verð á húsnæði ræður ekki eitt úrslitum um hvort kaup teljist hagkvæm eða ekki þegar ákveðið er hvort veita skuli stofnframlag til kaupa á almennum íbúðum. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns vegna kvörtunar yfir úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að synja leigufélagi um stofnframlag til kaupa á tveimur íbúðum.

Byggðist synjunin einkum á að fermetraverðið væri hátt og íbúðirnar dýrar í almennum samanburði. Því væru ekki uppfyllt skilyrði laga um að íbúðirnar væru hagkvæmar. 

Benti umboðsmaður á að hvorki í lögum um almennar íbúðir né þágildandi reglugerð væri sérstaklega skilgreint hvað fælist í því að íbúðir skyldu vera hagkvæmar. Leggja yrði til grundvallar að það yrði að meta með tilliti til þess hvort þær uppfylltu þarfir þess hóps sem þeim væri ætlað að þjóna. Þar á meðal með tilliti til aðgengis og hvort þörf væri á leiguhúsnæði fyrir hlutaðeigandi á viðkomandi svæði.

Skilyrðin um hagkvæmni yrði að skýra með hliðsjón af því meginmarkmiði laganna að unnt væri að leigja, þeim sem á þyrftu að halda, viðeigandi íbúðir á viðráðanlegum kjörum. Þá væri hvergi kveðið á um að kaupverð almennra íbúða eða fermetraverð þeirra skyldi vera undir ákveðinni fjárhæð.

Úrskurður nefndarinnar hefði ekki verið í samræmi við lög og mæltist umboðsmaður til að málið yrði tekið til meðferðar á ný, ef eftir því yrði leitað, og þá leyst úr því í samræmi við álitið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK