Skuldahlutfallið tvöfaldast á fjórum árum

Hreinar skuldir og skuldbindingar borgarinnar munu nema 123 milljörðum króna …
Hreinar skuldir og skuldbindingar borgarinnar munu nema 123 milljörðum króna í lok þessa árs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á fyrstu tíu mánuðum ársins greiddu íbúar Reykjavíkur 69,4 milljarða króna í útsvar til sveitarfélagsins, er það 8,6% hækkun frá síðasta ári þegar útsvarsgreiðslurnar námu 63,8 milljörðum króna. Þetta má lesa út úr uppfærðu talnaefni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar má einnig sjá að frá síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2018 hafa útsvarstekjurnar á verðlagi hvors árs hækkað um 16%.

Nemi hækkanir útsvarstekna sama hlutfalli það sem eftir líður þessa árs eins og verið hefur á fyrstu 10 mánuðunum munu þær þegar árið verður gert upp nema 85 milljörðum eða tæpum 7 milljörðum meira en á árinu 2020.

Skuldirnar hlaðast upp

Sé hin mikla tekjuaukning sett í samhengi við skuldasöfnun borgarinnar koma forvitnilegir hlutir í ljós. Þannig má lesa út úr greinargerð með fjárhagsáætlun borgarinnar að hreinar skuldir og skuldbindingar borgarinnar muni nema 123 milljörðum króna í lok þessa árs og að hlutfall þeirra af tekjum borgarinnar (útsvarstekjum, fasteignagjöldum o.fl.) muni verða 91,7%. Hins vegar er gert ráð fyrir því að skuldirnar muni hækka gríðarlega á komandi árum og nema 180 milljörðum króna í árslok 2025. Strax árið 2023 mun hlutfall skulda og skuldbindinga af tekjum hafa náð 110% af tekjum borgarinnar. Sé horft til breytinga milli áranna 2019 og 2023 sést því glögglega að skuldahlutfallið versnar um rúm 100% á fjórum árum.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK