Virt tónlistarhús semur við Tix

Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins. Ljósmynd/Aðsend

Het Concertgebouw, eitt virtasta tónlistarhús í Evrópu, hefur samið við Tix um miðasölu.

„Þegar Concertgebouw kom til okkar fyrir rúmu ári síðan þá voru þau að leita að hugbúnaðarkerfi sem gæti leyst núverandi kerfi af hólmi en á sama tíma hjálpað þeim að auka þjónustu til viðskiptavina og auka ánægju starfsmanna sem nota kerfið til að setja upp viðburði og sinna sölunni. Að velja Tix sýnir hversu mikið traust hugbúnaðarlausn okkar hefur aflað sér á hinum alþjóðlega markaði,” segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tix, í tilkynningu.

„Viðskiptavinur eins og Concertgebouw hefur gríðarlegar háar kröfur og kallar á öflugt kerfi með mikinn sveigjanleika. Við erum afar þakklát fyrir traustið sem þau hafa sýnt okkur en þeirra val sýnir enn og aftur að Tix lausnin er algjörlega á heimsmælikvarða og eitt hraðast vaxandi fyrirtækið í þessum geira,” bætir hann við.

Fyrir tilviljun er Concertgebouw Orchestra stödd á Íslandi þessa dagana og mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK