Jólaverslunin byrjar fyrr

Ólafur Vigfússon, eigandi Veiðihornsins.
Ólafur Vigfússon, eigandi Veiðihornsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smáralindar segir að tilboðsdagarnir þrír í nóvember, dagur einhleypra (Singles Day), svartur föstudagur og netmánudagurinn, hafi jákvæð áhrif á Smáralind og innlenda verslun yfir höfuð. Dagur einhleypra var í gær og bauð þá metfjöldi verslana um allt land vörur á tilboði á netinu.

„Þessir tilboðsdagar hafa markvisst verið að styrkjast ár frá ári og eiga einhvern þátt í því að jólaverslun er að dreifast yfir lengra tímabil, þ.e.a.s. hún byrjar fyrr með hverju árinu. Tveir þessara daga eru með nær allan fókus á vefverslun en þá daga sjáum við hins vegar ekki fall í heimsóknatölum í Smáralind. Margir okkar viðskiptavina vilja miklu fremur koma í verslanir, snerta vörurnar, eiga mannleg samskipti og upplifa físíska þjónustu,“ segir Tinna í skriflegu svari.

Skiptir máli að taka þátt

Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri húsgagnaverslunarinnar Ilvu, segir að það skipti verslunina miklu máli að taka þátt í tilboðsdögunum þremur. „Singles Day er að verða mjög sterkur. Við finnum að viðskiptavinir eru mjög kaupmiðaðir og innkaupin eru markviss. Við sjáum að neytendur bíða eftir þessum dögum og hafa undirbúið sig vel. Þetta er orðinn mjög stór þáttur í okkar sölutímabilum, eitthvað sem við gerum ráð fyrir í okkar vöruvali og öllum áætlunum.“

Ólafur Vigfússon eigandi Veiðihornsins segir að tilboðsdagarnir á þessum tíma ársins séu nýr veruleiki. „Maður verður að taka þátt í gleðinni,“ segir Ólafur sem nýverið opnaði nýja netverslun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK