Sala á jólabjór í Vínbúðunum var umtalsvert minni fyrstu viku sölutímabilsins í ár en á sama tíma í fyrra. Salan frá fimmtudegi í síðustu viku til og með miðvikudegi í þessari viku nam 146 þúsund lítrum á móti 184 þúsund lítrum í fyrra. Þannig var salan 20,6% minni í ár en í fyrra.
Vert er að taka fram að í fyrra voru flestir veitingastaðir lokaðir vegna samkomutakmarkana og sala í Leifsstöð lítil sem engin. Því er eflaust ekki óeðlilegt að salan minnki á milli ára.