Áhættusækni hefur aukist

Í samantektinni kemur fram að heildareign almennra fjárfesta jókst mjög …
Í samantektinni kemur fram að heildareign almennra fjárfesta jókst mjög á tímabilinu frá árslokum 2017 til ársloka 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný samantekt fjármálaeftirlits Seðlabankans leiðir í ljós að áhættusækni almennra fjárfesta hefur aukist töluvert frá því að stýrivextir voru lækkaðir með afgerandi hætti á árinu 2020.

mbl.is

Í nýrri grein sem starfsmaður bankans hefur tekið saman má sjá að frá árslokum 2017 til ársloka 2020 beindi almenningur í stórauknum mæli sparifé sínu í sérhæfða sjóði í stað hefðbundinna verðbréfasjóða. Fyrrnefndi flokkurinn er samkvæmt mælikvörðum Seðlabankans almennt talinn áhættumeiri en sá síðarnefndi.

mbl.is

Í samantektinni kemur einnig fram að heildareign almennra fjárfesta jókst mjög á tímabilinu frá árslokum 2017 til ársloka 2020. Nam hún í lok tímabilsins 657,4 milljörðum og hafði aukist um 260 milljarða á þeim 36 mánuðum sem athugunin náði til. Langmestar eru eignirnar hjá hópnum sem er 60 ára og eldri og hélt hann á 66% allra eignanna í lok árs 2020.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag, 13. nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK