Umdeild kona kaupir bensínstöð

Skjáskot af mynd sem streymirinn Amouranth birti á persónulegu Twitter …
Skjáskot af mynd sem streymirinn Amouranth birti á persónulegu Twitter síðnni sinni, wildkait. Skjáskot/Twitter/Wildkait

Hinn umdeildi en vinsæli streymir Amouranth fjárfesti í bensínstöð og fékk hún stöðina fyrir fjórar milljónir bandaríkjadala.

Amouranth er þekkt fyrir að vera ítrekað bönnuð á streymisveitunni Twitch vegna óviðeigandi hegðunar og eins er hún þekkt fyrir að sleikja heyrnartólin sín.

Bensínstöð í kaupbæti

Hún þurfti aðeins að borga út eina milljón bandaríkjadala og segir hún frá því á Twitter hvernig hún notaðist við „rökhugsun ríka fólksins“ eftir að hafa fengið endurgreitt frá skattinum.

„Þetta kostar mig fjórar milljónir bandaríkjadala, eða -110.000, það fer eftir því hvernig þú horfir á það. Já það er neikvæð tala. Ég fékk greidda 110.000 bandaríkjadali og fæ bensínstöð í kaupbæti. Og ég eða þú getum gert það aftur og aftur og aftur,“ segir í tísti frá Amouranth.

Telur sig vera í gróða

„Byrjum. Nýleg bensínstöð á stóru borgarsvæði. 100.000 bílar keyra framhjá daglega. Auglýst á fjórar milljónir, ég fjárfesti með einni milljón og fæ rest upphæðar lánaða. Hingað til hljómar það auðvelt er það ekki?“

Með því að taka þetta gríðarháa lán hafi hún fengið  1.110.000 dala skattaafslátt, sem geri þessa 110.000 bandaríkjadali að „gróða“ vegna þess að hún sé ekki knúin til þess að eyða þeim í skatta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK