Ekkert upp í 337 milljóna kröfur á Solstice-félag

Frá Secret Solstice tónleikunum árið 2015.
Frá Secret Solstice tónleikunum árið 2015. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert fannst upp í 337 milljóna kröfur í þrotabú Solstice production ehf., en fé­lag­ið sá um tón­list­ar­hátíðina Secret solstice sem hald­in var í nokk­ur ár í Laug­ar­daln­um, auk tón­leika Guns N' Roses á Laug­ar­dals­velli. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota 27. maí í fyrra og lauk skiptunum 26. október á þessu ári. Í byrjun október greindi mbl.is frá því að búið væri að boða skiptafund í félaginu og engar eignir hefðu fundist í búinu.

Héraðsdómur dæmdi í fyrra að félagið auk Friðriks Ólafssonar, forstöðumanns félagsins, ætti að greiða K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar Slayer, 133 þúsund dali, eða sem nemur 20 milljónum. Var það vegna vangoldinna greiðslna sem sveitin átti að fá vegna framkomu sinnar á Secret solstice árið 2018. Friðrik áfrýjaði málinu, en Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms fyrir helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK